Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni kvenfélaga, kirkjusókna, lionsklúbba og rauða krossdeilda í Árnessýslu ásamt Félagsþjónustu Árborgar og Félagsþjónustu Árnesþings. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum aðstoð fyrir jólahátíðina og einnig fyrir fermingar. Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar leggja Sjóðnum góða lið með fjárframlögum. Á síðasta ári veitti sjóðurinn tæplega 5 milljónum í styrki til hátt í tvö hundruð einstaklinga. Enn er þörf fyrir aðstoð við þá sem glíma við fjárhagserfiðleika.
Hægt er að sækja um styrki í Selinu við Engjaveg (við hliðina á íþróttahúsi Iðu) eftirtalda daga: Þriðjudaginn 28. nóvember frá kl. 12 til 14, miðvikudaginn 29. nóvember frá kl. 12 til 14 og mánudaginn 4. desember frá kl. 16 til 18. Prestarnir í Árnessýslu taka einnig við umsóknum.
Til þess að fá úthlutað úr sjóðnum þurfa umsækjendur að hafa meðferðis gögn um tekjur frá Tryggingastofnun, greiðslur úr lífeyrisjóðum, atvinnuleysisbætur og allar aðrar skattskyldar tekjur. Auk þess yfirlit yfir öll helstu útgjöld síðasta mánaðar t.d. október eða nóvember.
Mikilvægt er að umsækjendur virði ofangreindar dagsetningar og hafi öll gögn meðferðis. Úthlutun styrkja verður eftir miðjan desember og verður hún auglýst í Dagskránni. Vilji einhver leggja Sjóðnum góða lið þá eru öll framlög vel þegin. Reikningsnúmer sjóðins er: 325-13-301169, kennitala 560269-2269.
Starfshópur Sjóðsins góða.