3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Sömu fötin notuð tvisvar!

Sömu fötin notuð tvisvar!

0
Sömu fötin notuð tvisvar!

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og framkvæmdarstjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf., Environice, mun flyta fyrirlestur um fatasóun í Árnesi laugardaginn 11. nóvember kl. 14:00.

Þar fer hann yfir umhverfisáhrifin sem fataframleiðsla hefur í för með sér og endurnýtingu á textílvörum. Á sama tíma verður opinn skiptimarkaður fyrir föt og skó af öllu tagi. Gott tækifæri gefst til að taka til í skápum og skúffum, koma með það sem ekki þarf að nota heima, og taka heim með sér föt sem annar gat ekki notað. Einfalt! Það sem ekki gengur út verður afhent Rauða kossinum og hefur verið haft samband við deild Rauða krossins í Árnessýslu um verkefnið.