-5.8 C
Selfoss

Frístundaskólinn og félagsmiðstöðin í Hveragerði flytja í nýtt húsnæði

Vinsælast

Frístundaskólinn og félags­miðstöð unglinga í Hvera­gerði fluttu fyrir skömmu í húsnæðið sem áður hýsti leik­skólann Undraland. Elín Ester Magnúsdóttir og starfs­menn hennar hafa þegar komið sér vel fyrir í hinu glæsilega hús­næði og er óhætt að segja að starfsemin muni verða með öðr­um brag núna þegar allir verða komnir undir eitt þak. Lóðin er líka afar skemmtileg og hentar vel börnum á þeim aldri sem þarna munu verða og er ekki að efa að sleðabrekkan góða verði mikið notuð þegar og ef það snjóar á næstunni.

Í dag eru um 90 börn á skrá í frístundaskólanum á aldrinum 6–9 ára. Félagsmiðstöð ungling­anna er einnig um þessar mundir að hreiðra um sig í hús­inu og stefnir allt í að sambúð þessara tveggja stofn­ana muni verða með miklum sóma. Börnum, ungmennum og starfsmönnum í Hveragerði er óskað til hamingju með þessar breytingar sem vonandi munu efla starf­semina til muna.

Nýjar fréttir