3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Hellisheiði lokuð vegna umferðaróhapps

Hellisheiði lokuð vegna umferðaróhapps

0
Hellisheiði lokuð vegna umferðaróhapps

Skömmu fyrir hádegi eða um kl. 11:30 í dag missti ökumaður flutningabíls stjórn á bílnum sínum austur af Skíðaskálabrekku á Hellisheiði. Bíllinn þveraði veginn og stöðvaðist því umferð í báðar áttir en bíllinn var á leið í vesturátt. Hellisheiði er nú lokuð á meðan verið er að losa bílinn. Umferð er beint um Þrengslaveg.