-6.3 C
Selfoss
Home Fréttir Aðventunámskeið fyrir heilsuna með Jónínu Ben

Aðventunámskeið fyrir heilsuna með Jónínu Ben

0
Aðventunámskeið fyrir heilsuna með Jónínu Ben
Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur.

Aðventunámskeið fyrir heilsuna með Jónínu Ben verður haldið í Hveragerðiskirkju 4. desember nk. „Þetta er ókeypis námskeið og vil ég minnast læknisins Hallgríms Magnússonar heitins sem kenndi mér mikið. Einnig vil ég þakka fyrir góðar móttökur eftir að flytja til Hveragerðis nú í febrúar og tengjast fólkinu hér betur með þessu námskeiði,“ segir Jónína.

Jónína er útskrifaður íþróttafræðingur og kennari frá McGill háskólanum í Montreal í Kanada. Hún hefur verið frumkvöðull á sviði heilsu síðan 1981 en leggur ná áherslu á að samþætta alla þætti heilsunnar; hreyfingu, hugarfar, mataræði, umhverfi og félagsleg tengsl.

Fyrirlestrarnir verða fjórir en einnig fá allir námsefnið „Í form á 40 dögum“ ókeypis og dagbók um hreyfingu og mataræði. Námskeiðið hefst 4. desember klukkan 20.00. Skráning er á joninaben@joninaben.is.