-6.6 C
Selfoss
Home Fréttir Tónleikar og ágóði af körfuboltaleik til stuðnings fjölskyldu Andreu Eirar

Tónleikar og ágóði af körfuboltaleik til stuðnings fjölskyldu Andreu Eirar

0
Tónleikar og ágóði af körfuboltaleik til stuðnings fjölskyldu Andreu Eirar
Andrea Eir Sigurfinnsdóttir.

Minningar- og styrktar­tón­leikar verða haldnir í Selfosskirkju mánudaginn 6. nóvember nk. kl. 19:30 fyrir fjölskyldu Andreu Eirar Sig­ur­finnsdóttur sem lést, aðeins 5 ára gömul, á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð 15. október síðastliðinn eftir stutta baráttu við veikindi.

Á tónleikunum koma fram Páll Óskar og Monika, Stuðlabandið, Guðrún Árný, Ylja, Helgi Björnsson, Regína Ósk, Karitas Harpa, Made in Sveitin, Eyþór Ingi og Gunnar Ólason.
Tónleikarnir hefjast kl. 19:30 en húsið verður opnað kl. 19:00, miðaverð er 3.500 kr. Frítt fyrir börn 5 ára og yngri.

FSU-KARFA gefa ágóða af leik
FSU-KARFA hafa ákveðið að rétta hjálparhönd og mun allur aðgangseyrir að leik FSU og Fjölnis í Iðu, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 19:15, renna til fjölskyldunnar. Vonast aðstandendur liðsins til þess að sem flestir sýni þessu framtaki velvilja með því að greiða aðgangseyrinn, sem er 1.000 kr.