-11.4 C
Selfoss
Home Fréttir Þrjú handtekin með aðstoð sérsveitarinnar

Þrjú handtekin með aðstoð sérsveitarinnar

0
Þrjú handtekin með aðstoð sérsveitarinnar

Lögreglan á Suðurlandi naut í kvöld aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra við handtöku þriggja einstaklinga í gömlu sumarhúsi í dreifbýli í Sveitarfélaginu Árborg. Fólkið, sem taldið er hafa verið í mikilli óreglu að undanförnu, hafði fyrr um daginn verið á ferð vopnað haglabyssu en án þess þó að ógna öðrum með henni.

Ákveðið var að gæta allrar varúðar við handtöku fólksins vegna ástands þess en þau eru taldin tengjast öðrum málum óupplýstum, m.a. innbroti þar sem skotvopnum var stolið.

Hin handteknu voru flutt á lögreglustöðina á Selfossi og vettvangi var lokað vegna rannsóknar málsins. Samkvæmt facebook-síðu lögreglunnar er ekki er unnt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.