-8.3 C
Selfoss

Handavinnuhorn í bókasafninu á Selfossi

Vinsælast

„Við viljum gjarnan vekja athygli á nýja handavinnuhorninu okkar. Þar er yndislegt að láta fara vel um sig og kíkja í ný og gömul blöð um allar heimsins aðferðir við að skapa og skemmta sér,“ segir Heirún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður Bókasafns Árborgar.

Ingibjörg Ingadóttir veitir ýmsar upplýsingar í handavinnuhorninu.

„Í handavinnuhorninu má finna prjónablöð, ýmislegt um hekl, útsaum, fatasaum, keramik, útskurð, bútasaum, páskaföndur, jólaföndur o.fl. Við sem vinnum á bókasafninu erum öll af vilja gerð að vera fólki til aðstoðar og veita upplýsingar. Við vekjum þó sérstaka athygli á að alla föstudaga milli kl. 15 og 17 er Ingibjörg Ingadóttir við, en hún er vel að sér í þessari deild og tilbúin að deila þeirri þekkingu með ykkur.“

Nýjar fréttir