4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Framtíð sauðfjárbænda

Framtíð sauðfjárbænda

0
Framtíð sauðfjárbænda
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokkins.

Meðal sauðfjárbænda ríkir veruleg óvissa. Óvissa um innkomu fyrir afurðir, óvissa um hvort afurðaverð í ár hrökkvi til að borga fyrir helstu nauðsynjum á venjulegu heimili, óvissa um hversu mikið heimilið verður skuldsett eftir sláturtíð. Óvissa um framtíðina.

Núverandi landbúnaðarráðherra hefur lítinn skilning á hversu mikilvægt það er að ein af grunnatvinnugreinum landsins fái stuðning til að geta boðið neytendum heilnæma og ferska vöru. Við þurfum að styðja við bændur með aðferðum sem hvetja og að eðlileg laun fáist fyrir framleiðslu sem er í samræmi við eftirspurn á hverjum tíma. Löndin í kring um okkur hafa ýmis tæki til að tryggja að framboð og eftirspurn haldist í hendur. Við þurfum að fara sambærilegar leiðir.

Lausnirnar
Lausnirnar þurfa annars vegar að bregðast við tekjufalli bænda. Hins vegar þurfum við einnig að horfa til lengri tíma.

  1. 650 milljónir aukafjárveiting þarf að koma til móts við afurðaskerðinguna til reksturs sauðfjárbúa.
  2. Veita þarf þeim heimilum sem verst verða úti afborgunarskjól með því að bjóða upp á vaxtalaus lán sem koma skuldsettum bændum yfir hjallann. Tryggja þarf Byggðastofnun fjármuni til að koma að málinu.
  3. Framsókn vill að ekki verði frekari lækkanir á tollum á landbúnaðarafurðum og hafnar einhliða afnámi tolla. Framsókn vill að 100 milljónir verða tryggðar til að halda áfram með markaðsstarfið sem skilaði útflutningi á yfir 800 tonnum á þessu ári. Í því liggja auk þess samlegðaráhrif með öðrum útflutningsgreinum.
  4. Til að fyrirbyggja að afurðaverð hrynji þá þarf að jafna eftirspurn og framboð. Í flestum löndum er annað hvort framleiðslustýring, sem var fyrir löngu afnumin hér, eða sveiflujöfnunarverkfæri notuð. Framsókn vill að framleiðslustöðvar fái að vinna saman að sameiginlegu markmiði, bæði innanlands og erlendis. Slík hagræðing er ávinningur fyrir neytendur og bændur.

Þekktu markaðinn
Afurðastöðvarnar verða einnig að þekkja markaðinn, hvort sem er innanlands eða erlendis. Miklar breytingar hafa verið á þörfum neytenda. Fólk hefur minni tíma til að elda í dagsins önn og því mikilvægt að afurðastöðvarnar aðlagi matvöruna að þeim breytingum, hvort sem er m.t.t. stærða pakkninga og framreiðslu matvöru.

Mörg þúsund afleidd störf eru tengd vinnslu á landbúnaðarvörum og eru undirstaða byggða víða um land.

Skammtímavandinn er auðleystur strax. Þessar lausnir miða að því að sauðfjárbændur geti starfað án óvissu um afkomu sína og heimili. Getum við ekki öll verið sammála um það?

Mynd:

(Sigurður Ingi)

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, 1. sæti Suðurkjördæmi.