3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Léttum undir með ungu fólki

Léttum undir með ungu fólki

0
Léttum undir með ungu fólki
Inga Jara Jónsdóttir skipar í 6. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Inga Jara heiti ég. Ég er með B.A. í félagsráðgjöf og legg nú stund á M.S. nám í mannauðsstjórnun. Ég er búsett á Selfossi ásamt manninum mínum og þrem ungum börnum. Í gegnum Framsóknarflokkinn mun ég berjast fyrir ungt fólk og þeirra hagsmuni fyrst og fremst.

12 mánaða fæðingarorlof
Það að börn hafi einungis tök á því að vera heima með foreldrum sínum til 9 mánaða aldurs er eitthvað sem á ekki að sætta sig við og börn einstæðra foreldra hafa oft einungis tök á því að vera heima til 6 mánaða aldurs vegna þess að reglurnar eru þannig. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að því lengur sem börn fá að vera heima með foreldrum sínum því betur eru þau sett til þess að takast á við lífið. Vegna þessa tel ég og við í Framsókn að fæðingarorlof eigi að vera minnst 12 mánuðir að lengd.

Svissneska leiðin
Húsnæðismál ungs fólks hér á landi er vandamál og við vitum það öll. Þér er gert það svo erfitt fyrir að eignast þitt eigið húsnæði að það er nánast ómögulegt nema fá aðstoð frá fjölskyldu og sumir hafa ekki tök á slíkri aðstoð. Svissneska leiðin sem við í Framsókn viljum koma á myndi laga þennan vanda. Það er skynsamlegt og í raun eina raunhæfa leiðin til að geta eignast sitt húsnæði. Flytja sinn sparnað frá lífeyrissjóðnum í sitt húsnæði hluta ævinnar og skila því svo inn í hann aftur seinna til að njóta fullra lífeyrisréttinda á efri árum gengur einfaldlega upp.

Samfélagsbanki Framsóknar myndi svo lækka vextina til muna samhliða banni við verðtryggðum lánum.

Setjum X við B á kjördag. Getum við ekki öll verið sammála um það?

 

Inga Jara Jónsdóttir skipar í 6. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.