-1.1 C
Selfoss

Kvennalið Hamars endurvakið

Vinsælast

Kvennalið Hamars í körfubolta hefur verið endurvakið eftir smá hlé. Liðið er stútfullt af reynsluboltum í bland við ungar og efnilegar stelpur. Þjálfari liðsins er Kristinn Ólafsson. Stelpurnar hafa spilað tvo leiki það sem af er tímabili. Fyrsti leikurinn var við KR í Frostaskjóli þar sem KR-ingar sigruðu örugglega. Seinni leikurinn var í Iðu á Selfossi síðastliðið laugardagskvöld þar sem liðið spilaði við Þór Akureyri. Leikurinn var æsispennandi frá fyrstu mínútu og endaði hann í framlengingu sem Þór Akureyri vann. Fyrsti alvöru heimaleikur Hamars verður í íþróttahúsinu í Hveragerði næstkomandi laugardag kl. 16:30 þegar liðið mætir Ármanni. Stelpurnar vilja hvetja fólk til að mæta og hvetja þær til dáða.

 

Nýjar fréttir