5 C
Selfoss

Leikfélag Ölfuss sýnir Blessað barnalán

Vinsælast

Leikfélag Ölfuss frumsýnir Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson í dag föstudaginn 12. október. Blessað barnalán fjallar um Þorgerði gömlu sem á fimm uppkomin börn en gamla konan þráir ekkert heitt að öll börnin komi saman á æskuheimilinu þar sem hún býr enn ásamt Ingu, einni af dætrunum. Mæðgurnar plana sumarfríið og eiga von á að öll systkinin snúi heim til að njóta austfirsku sumarblíðunnar með þeim. En hvað gerist þegar systkinin afboða komu sína hvert á fætur öðru? Jú, Inga grípur til sinna ráða, arkar upp á símstöð og sendir skeyti: „Mamma er dáin – komið strax – Inga“. Atburðarásin sem fer af stað í kjölfar skeytisins er hreint óborganleg og óhætt að lofa því að magavöðvarnir fái ærlega hreyfingu.

Leikarar að þessu sinni eru: Helena Helgadóttir, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Róbert Karl Ingimundarson, Aðalsteinn Jóhannesson, Ingólfur Arnarson, Erla Dan Jónsdóttir, Jóhanna Hafdís Leifsdóttir, Oddfreyja H. Oddfreysdóttir, Kristín Svanhildur Helgadóttir, Kolbrún Dóra Snorradóttir, Ragnhildur Ýr Gunnarsdóttir og Árný Leifsdóttir.

Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir verkinu og er þetta fjórða verkið sem hann setur upp hjá leikfélaginu. Áður hefur hann leikstýrt verkunum Blúndur og blásýra, Maður í mislitum sokkum og Himnaríki.

Miðasala er í síma 692 0939 (Rakel) eða Guðrún 776 1301 (Guðrún). Uppselt er á frumsýninguna 12. október. Önnur sýning er sunnudaginn 15. október, þriðja sýning þriðjudaginn 17. október og fjórða sýning þriðjudaginn 31. október.

Nýjar fréttir