2.3 C
Selfoss

Nýtt pósthús á Selfossi

Vinsælast

Skóflustunga að nýju póst­húsi á Selfossi var tekin föstudaginn 6. október sl. Nýja pósthúsið mun sinna allri þjón­ustu Póstsins á svæðinu og verð­ur staðsett við Larsenstræti 1, rétt hjá Bónus og BYKO.

Pósthúsið verður á einni hæð og stærð þess verður rúmir 650 fermetrar. Verktakafyrirtækið Vörðufell mun sjá um fram­kvæmdir, en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið 284,4 milljónir króna. Fyrirhuguð verk­lok eru 30. október 2018.

Nýjar fréttir