Frisbígolfvöllurinn á Hvolsvelli var formlega tekinn í notkun í tilefni af Heilsuvikunni sem stendur í Rangárþingi eystra dagana 8.–14. október. Frisbígolf, eða folf eins og það er oft kallað, er sívaxandi og skemmtileg íþrótt. Hún miðar að því að koma frisbídiski í þar til gerðar körfur í sem fæstum köstum. Nýi völlurinn er við íþróttasvæðið á Hvolsvelli og hægt er að leigja diska í Íþróttamiðstöðinni.