-1.1 C
Selfoss

Gáfu sundlauginni að Laugalandi ný leiktæki

Vinsælast

Foreldrafélag Laugalandsskóla hefur á undanförnum árum gefið ýmilsegt tengt afþreyingu eða hreyfingu fyrir börn í Laugalandsskóla. Í ár ákvað félagið að hvetja til sundiðkunar með því að styrkja sundlaugina að Laugalandi um 150.000 krónur. Stjórn foreldrafélagsins skoraði jafnframt á rekstraraðila sundlaugarinnar að leggja sömu upphæð á móti. Ekki stóð á jákvæðum svörum frá Þórhalli Svavarssyni forstöðumanni sundlaugarinnar. Keypt voru ýmiss leiktæki, s.s. flotpulsa, margs konar leikkorkur, fljótandi taflborð og körfuboltaspjald ásamt boltum. Þegar er farið að nota gjafirnar sem vekja mikla lukku í lauginni hjá öllum aldurshópum.

Ekki amalegt að geta tekið skák í heita pottinum að Laugalandi.

Foreldrafélagið vildi með þessum hætti hvetja börn og forsvarsmenn þeirra á svæðinu til að nýta sér sundlaugina meira til heilsubótar, ánægju og yndisauka. Á undanförnum árum hefur því miður verið dregið töluvert úr opnunartíma sundlaugarinnar en nú yfir veturinn er sundlaugin einungis opin tvo daga í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 18:00 til kl. 21:00.

Nýjar fréttir