-6.6 C
Selfoss

Glæsileg dagskrá á Forvarnadeginum í Árborg

Vinsælast

Miðvikudaginn 4. október sl. var Forvarnadagurinn haldinn um allt land og stóð forvarnahópur Árborgar fyrir glæsilegri dagskrá eins og síðustu ár. Nemendur 9. bekkja úr grunnskólunum þremur í sveitarfélaginu var skipt upp í hópa þvert á skólana og hóparnir sóttu viðburði og fengu kynningar á ýmsu sem tengist forvörnum á einn eða annan hátt. Nemendur sóttu fyrirlestur hjá fulltrúa frá lögreglunni sem fjallaði um forvarnamál tengd henni, Golfklúbbur Selfoss kynnti sína starfsemi, Velferð fjallaði um sjálfsmynd, Félagsmiðstöðin Zelsíuz var með hópefli og einnig fengu nemendur kynningu á líkamsrækt í World Class.

Dagskráin hófst með setningu í Selfossbíó en þar ávarpaði formaður fræðslunefndar, Sandra Dís Hafþórsdóttir, þátttakendur, nemendur hlýddu á ávarp frá forseta Íslands og Karitas Harpa mætti og hvatti nemendur til dáða í sínu lífi.

Deginum lauk svo með uppgjöri hópanna á verkefnum af vefsvæðinu www.forvarnardagur.is og grillveislu í anddyri Vallaskóla. Forvarnarhópur vill koma á framfæri þakklæti til starfsmanna og styrktaraðilla.

Forvarnahóp Árborgar skipa: Páll Sveinsson, aðstoðarskólastjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Hermann Ö. Kristjánsson, deildarstjóri eldri deildar Sunnulækjarskóla, Guðmundur Sigmarsson, deildarstjóri efsta stigs Vallaskóla, Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss og Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi Sv. Árborgar.

Nýjar fréttir