Málþingið Grænt Geð – Hvað getum við gert sjálf? verður haldið í Skyrgerðinni í Hveragerði laugardaginn 30. september. Páll Þór Engilbjartsson, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Kolbrún Vilhjálmsdóttir, kennari og námsráðgjafi og Bridget Ýr McEvoy, verkefnastjóri hjá HNLFÍ, munu flytja stutt erindi. Að loknu hádegishléi flytja Guðmundur Hermann Gunnarsson og Alexander Viium erindi. Umræður verða síðan kl. 15:00 til kl. 16:00.
Boðið verður upp á kaffi meðan á málþinginu stendur. Málþingið hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 16:00.