Í liðinni viku afhenti TRS á Selfossi Klúbbnum Stróki tvær öflugar borðtölvur auk prentara með innbyggðum skanna. Auk styrkveitingarinnar var vinna rafvirkja og tæknimanns sem hafa aðstoðað klúbbmeðlimi við að setja búnaðinn upp.
„Styrkurinn kemur að góðum notum fyrir alla klúbbmeðlimi en „Tækniverið“, eins og það mun kallast, nýtist bæði í einstaklingsvinnu og til ýmissa starfa fyrir klúbbinn,“ segir Guðrún Svala Gísladóttir, forstöðumaður Klúbbsins Stróks.