1.7 C
Selfoss

Ganga á fimm fjöll

Vinsælast

Þegar hefðbundinni kennslu er lokið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á föstudögum, fara flestir nemendur heim í helgarfrí. Það á þó ekki við um nemendur í fimm-fjalla-áfanganum. Þeir nemendur reima á sig gönguskó og halda til fjalla.

Undanfarna föstudaga hafa þessir nemendur gengið á Mosfell í Grímsnesi, Reykjafjall við Hveragerði og sjaldfarna leið á Ingólfsfjall. Næstu tvo laugardaga heldur göngugleðin svo áfram en þá verður farið í heldur lengri göngur, fyrst á topp Hengils, Vörðu-Skeggja og laugardaginn þar á eftir er ætlunin að ganga upp Reykjadal og áfram að Kattartjörnum. Í þeirri göngu nær hópurinn að ganga um þrjú sveitarfélög. Göngubyrjun er í Hveragerði, Reykjadalurinn er í Ölfusi en Kattartjarnir í Grafningi. Kennari í þessum áfanga er Sverrir Ingibjartsson.

Nýjar fréttir