Í kvöld, fimmtudaginn 21. september, mun Ingileif Malmberg sjúkrahúsprestur flytja fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð í Selfosskirkju. Fyrirlesturinn byrjar kl. 20:00 og er öllum opin. Að fyrirlestrinum loknum verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimlinu.
Í október verður svo farið af stað með sorgahópa í Selfosskirkju. Samveran byggist á stuttu innleggi og síðan umræðum er varða sorgar og sorgarúrvinnslu. Það er gerir mörgum gott sem hafa gengið í gegnum sorg eða áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum og get þannig í trúnaði og einlægni rætt um líðan sína.
Umsjón með samverunum hafa prestar Selfosskirkju Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. Óskað er eftir því að fólk skrái sig hjá prestunum á netföngin en ninna.sif.svavarsdottir@kirjan.is eða gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is. Allar nánari upplýsingar verða á heimsíðu Selfosskirkju selfosskirkja.is og facebook síðu kirkjunnar.