3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Hverfislögregla skipuð í Hveragerði

Hverfislögregla skipuð í Hveragerði

0
Hverfislögregla skipuð í Hveragerði

Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur skipað Einar Þorfinnsson hverfislögreglumann í Hveragerði. Tilgangurinn með hverfislögreglumanni í hverju sveitarfélagi er að mynda tengslanet lögreglu, fá upplýsingar um stöðu mála í hverju sveitarfélagi og efla samskipti og samvinnu við samstarfsaðila. Einnig að gera löggæsluna markvissari og styðja við forvarnir og fræðslu og aðlaga þær að þörfinni á hverjum stað.

Tengiliðir hverfislögreglumanns eru bæjarstjóri, skólastjórar grunn- og leikskóla, félagsmála- og barnaverndaryfirvöld og aðrir þeir sem koma að málefnum barna og ungmenna.

Íbúar eru hvattir til að koma á framfæri við lögregluna ábendingum/athugasemdum ef þeir sjá ástæðu til þess. Það má gera í netfangið sudurland@logreglan.is eða inn á facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi.