2.8 C
Selfoss

Kynningar á vetrarstarfinu og kvöldsamvera í Selfosskirkju

Vinsælast

Á morgun sunnudaginn 17. september verður nóg um að vera í Selfosskirkju. Fjölskyldumessa verður kl. 11:00 í öllum regnbogans litum þar sem félagar úr kórum kirkjunnar leiða söng. Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir og undirleik annast Edit Molnár. Eftir messuna verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu og verður einnig kynning á safnaðarstarfi kirkjunnar í vetur.

Fyrsta kvöldsamveran verður svo í safnaðarheimilinu kl. 20:00, með heldur óhefðbundnum hætti. Í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson koma og flytja erindi um Lúther og lífsgleðina, Kirkjukórinn og Edit leiða okkur í söng á Lútherssálmum. Fólki gefst kostur á að kaupa einn drykk, öl að hætti Lúthers og mun ágóðinn af því renna til kaupa á nýjum flygli.

Nýjar fréttir