3.9 C
Selfoss

Skora á heilbrigðisráðuneyti að hafa 60 hjúkrunarrými á Selfossi

Vinsælast

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti samhljóða á fundi sínum 31. ágúst sl. eftirfarandi ályktun:

„Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss óskar eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fyrirhugað hjúkrunarheimili á Selfossi sem nú er í undirbúningsferli, verði hannað miðað við að rúma hið minnsta 60 einstaklinga í hjúkrunarrýmum en ekki 50 eins og kveðið er á um í samningi aðila. Núverandi áætlun um 50 rými gerir ráð fyrir að rýmum á Suðurlandi fjölgi um 15 þar sem 35 rými sem voru fyrir á Blesastöðum og Kumbaravogi gangi inn í hið nýja heimili. Fjölgunin er engan veginn næg til að mæta þörf fyrir hjúkrunarrými á svæðinu. Þá verður að horfa til þess að brýn þörf er fyrir rými til að nýta til hvíldarinnlagna í Árnessýslu. Íbúum fjölgar mjög hratt í sýslunni og brýnt að horfa til framtíðar hvað fjölda rýma varðar og þeirrar hagkvæmni sem fælist í því að reka fleiri rými í einni og sömu einingunni. Mikilvægt er að verkefnið tefjist ekki frá því sem þegar er orðið“.

Bæjarstjórnin skoraði á ráðuneytið að verða við þessu nú þegar. Þá ítrekaði bæjarstjórn mikilvægi þess að þjónusta við eldri borgara á þéttbýlum stöðum þar sem hjúkrunarheimili er ekki til staðar eins og í Þorlákshöfn verði efld til samræmis við tillögur sem þegar hafa verið lagðar fram.

Nýjar fréttir