-7.2 C
Selfoss

Dúndurfréttir í Hvíta húsinu á föstudaginn

Vinsælast

Hljómsveitin Dúndurfréttir verður með stórtónleika í Hvíta húsinu föstudaginn 15. september nk. Drengirnir eru nú aftur komnir af stað eftir gott hlé og spila brot af því besta úr klassíska rokkinu. Allt gamla góða rokkið frá Led Zeppelin, Pink Floyd, Uriah Heep og Deep Purple verður á sínum stað en einnig lög víða að úr hinum klassíska rokkgeira. Mjög fjölbreytt blanda af alls konar rokki, mjúkt og hart, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Kvöldstund með Dúndurfréttum er ávísun á hlýjar minningar í minningabankann. Ást og rokk í einum pakka. Hljómsveitina skipa: Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Einar Þór Jóhannsson, Ólafur Hólm og Ingimundur Óskarsson. Miðasala er hafin á Tix.is og í Gallerí Ózone Selfossi.

Nýjar fréttir