3.9 C
Selfoss

Tekinn með þrjá hesta á ólöglegri kerru

Vinsælast

Ökumaður pallbíls var stöðvaður við akstur á Suðurlandsvegi við Djúpadal síðastliðið föstudagskvöld með þrjá hesta á kerru sem hann dró með bifreiðinni. Kerran var ljóslaus með öllu og við athugun kom í ljós að hún hafði síðast verið færð til skoðunar á árinu 2008. Ökumanni var fylgt með lestina á Hvolsvöll þar sem skráningarnúmer voru tekin af kerrunni og hún þar með kyrrsett.

Alls voru 37 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í liðinni viku. Tveir þeirra reyndust á yfir 140 km/klst hraða, báðir í uppsveitum Árnessýslu, annar á 141 en hinn á 143 km/klst hraða. Fimm voru á hraðabilinu frá 130 til 139 km/klst. Fimm ökumenn eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis á þessu tímabili.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðrlandi.

Nýjar fréttir