1.7 C
Selfoss

Íbúafundur um almannavarnir í Hveragerði í kvöld

Vinsælast

Almannavarnir verða til umræðu á íbúafundi sem haldinn verður í kvöld þriðjudaginn 12. september kl. 20:00 í Grunnskólanum í Hveragerði.

Á fundinum munu Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri ræða hvað brennur á Hvergerðingum er varðar almanavarnir og Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi um hverjar eru áherslur lögreglunnar. Þá mun Víðir Reynisson verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi fara yfir hvað  almannavarnir eru að gera, Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands ræðir um vátryggingar í náttúruhamförum og Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúrvárvöktunar Veðurstofu Íslands ræðir hvernig vöktunarkerfi Veðurstofunnar virkar.

Á eftir verða umræður. Mikilvægt að íbúar kynni sér málefni almannavarna og hvernig brugðist verður við komi til almannavarnaástands. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Nýjar fréttir