3.9 C
Selfoss

Greta Salóme á ferð um Suðurland

Vinsælast

Fiðluleikarann og söngkonuna Gretu Salóme þekkja margir en hún hefur verið áberandi tónlistarflytjandi á Íslandi og vakið mikla athygli erlendis. Um þessar mundir er hún að leggja af stað í stutta tónleikasyrpu þar sem hún mun heimsækja Suðurlandið ásamt hljómsveit. Með henni í för eru þeir Gunnar Hilmarsson á gítar, Selfyssingurinn Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Hvolsvellingurinn Óskar Þormarsson á trommur.

Hljómsveitin kemur fram í Midgard Base Camp á Hvolsvelli föstudaginn 8. sepember og í Tryggvaskála sunnudaginn 10. septembetr. Tónleikarnir hefjast kl 20:30 á báðum stöðum.

Nýjar fréttir