-1.6 C
Selfoss
Home Fréttir Fundu talsvert magn af fíkniefnum

Fundu talsvert magn af fíkniefnum

0
Fundu talsvert magn af fíkniefnum

Lögregla fann talsvert magn af marihuana við leit í húsi í Árnessýslu síðastliðinn föstudag eða á þriðja kíló. Húsráðandi kannaðist við eiga efnin og kvaðst vera að rækta þau til eigin neyslu. Efnin voru haldlögð og kærði látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Í liðinni viku var 71 ökumaður kærður fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Flestir voru á hraðabilinu frá 121 til 130 km/klst þar sem leyfður hraði er 90 km/klst. Lögregla hvetur ökumenn til að virða reglur um hámarkshraða og hafa í huga að eftirlit lögreglu með þessum brotum er viðvarandi allan sólarhringin. Skýringin á því er einföld, viðmiðunarreglan er sú að ef tekst að lækka meðal ökuhraða á 90 km vegi um 1 km minnka líkurnar á alvarlegu umferðarslysi um 3%. Það er því til mikils að vinna. Nóg tekur umferðin samt.

Tveir voru kærðir vegna meintrar ölvunar við akstur, báðir á þjóðvegi 1. Annar á Breiðamerkursandi og hinn við Kirkjubæjarklaustur. Í báðum tilfellum voru það erlendir ferðamenn.