-6.6 C
Selfoss

Bætti 66 ára HSK-met upp á dag

Vinsælast

Dagur Fannar Einarsson setti nýtt Íslandsmet í fjöl­þraut­um í piltaflokki 15 ára á Meistaramóti Íslands 2. sept­em­­ber sl. Dagur Fannar fékk 2.859 stig og er það að sjálfsögðu einnig HSK-met. Ein af þátt­töku­grein­unum var 1500 m hlaup. Þá hljóp hann á 4:38,14 mínútum og setti um leið HSK-met í þeirri grein. Þess má geta að HSK-metið í þessum aldurs­flokki átti Þór Vigfús­son, 4:38,1 með handtímatöku og var það sett fyrir nákvæmlega 66 árum, þann 2. septem­ber 1951. Met Þórs var elsta HSK-metið utanhúss í grein sem enn er verið að keppa í.

Hildur Helga Einarsdóttir sigraði svo 15 ára stúlknaflokkinn á Meistaramótinu með yfirburðum, fékk 4031 stig sem er 550 stigum meira en silfursætið og einnig HSK-met.

Nýjar fréttir