-6.3 C
Selfoss
Home Fréttir Kvennalið Selfoss fær nýjan markmann frá Færeyjum

Kvennalið Selfoss fær nýjan markmann frá Færeyjum

0
Kvennalið Selfoss fær nýjan markmann frá Færeyjum
Viviann Petersen, nýr markmaður handknattleiksliðs Selfoss.

Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við markmanninn Viviann Petersen til eins árs. Viviann er færeysk og kemur frá félaginu VÍF. Hún er 26 ára gömul og hefur einnig leikið með landsliði Færeyja. Viviann er kærkominn styrkur við handknattleikshóp Selfoss.

Nú styttist í að Íslandsmótið hefjist en fyrsti leikur Selfossstelpna er heimaleikur gegn Stjörnunni þriðjudaginn 12. september kl. 19:30.