1.7 C
Selfoss

Þagnarþulur með Seiðlæti

Vinsælast

Dúettinn Seiðlæti sem þau Úní Arndísar, seiðkona og tónlistarkona, og Reynir Katrínar, galdrameistari og listamaður skipa hefur sent frá sér plötuna Þagnarþulur. Platan er tileinkuð íslensku gyðjunum úr norrænu goðafræðinni.

Reynir skrifaði Þagnarþulur – ljóð tileinkuð íslenskum gyðjum – og Úní samdi tónlist við ljóðin. Þau hafa unnið að þessu verkefni í yfir 14 ár og gefa nú út plötuna Þagnarþulur.

Tónlist Seiðláta er þjóðleg, seiðmögnuð, full af dulúð og undir áhrifum frá íslenskri náttúru. Á plötunni eru 17 lög, hvert og eitt tileinkað gyðju. Hver og ein gyðja ber sína orku og kraft. Rödd íslensku kvenorkunnar fær hér að njóta sín á nýstrárlegan hátt.

Útgáfutónleikar og seiðmögnuð athöfn Þagnarþula verður haldin 20. september kl. 20:00 í Iðnó.

Plötuna Þagnarþulur má nálgast í veraldlegu diska formi en einnig sem niðurhal á netinu.

Nýjar fréttir