-0.5 C
Selfoss
Home Fréttir Hrós til sjúkraflutningafólks

Hrós til sjúkraflutningafólks

0
Hrós til sjúkraflutningafólks

Þann 12. ágúst síðastliðinn lenti undirritaður í umferðaslysi. Slysið átti sér stað undir Ingólfsfjalli í blíðskaparveðri.

„Ég var á leiðinni heim ásamt ellefu félögum í Bifhjólasamtökum Suðurlands þegar óhappið varð og því miður féllu tveir af þeim líka en hlutu ekki alvarleg meiðsl. Við Postular fengum til okkar bráðatækni í vor til að skerpa á kunnáttu okkar í skyndihjálp, svona til þess að vera við öllu búnir. Þetta skilaði sér mjög vel því á slysstað héldu félagar mínir ró sinni og brugðust hárrétt við í alla staði.

En víkur nú sögunni að aðalhetjunum í þessu máli, en það er sjúkraflutningafólkið okkar. Þau voru komin á slysstað á mettíma og voru svo flott í sínu hlutverki að ég hreinlega dáist enn meira að þessu fólki en ég gerði áður. Vinnubrögðin voru skjót og fagleg og ég fann strax að ég var kominn í öruggar hendur. Ég tek ofan fyrir þessu fólki og þakka þeim sem þarna voru innilega fyrir þeirra störf.“

Með vinsemd og virðingu

Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postula.