-0.5 C
Selfoss

Uppskeruhátíð í Hrunamannahreppi á laugardag

Vinsælast

Árleg uppskeruhátíð verð­ur haldin í Hruna­manna­hreppi á morgun laugardaginn 2. septem­ber. Fjölbreytt dagskrá verð­ur á Flúðum og víða um sveitina þar sem boðið verður upp á nýupptekið grænmeti og alls kyns góðgæti beint frá býli. Markaður verður í félags­heimilinu, handverks­hús, söfn og sýningar opin og frábær til­­boð á veitingastöðum sem enginn má missa af. Dag­skrána má sjá á sveitir.is og fludir.is og á Facebook.

Nýjar fréttir