3.9 C
Selfoss

Selfyssingar unnu Ragnarsmótið

Vinsælast

Ragnarsmóti karla í handbolta lauk á laugardaginn. Selfyssingar stóðu uppi sem sigurvegarar eftir góðan 37:29 sigur á ÍR-ingum. Selfoss hlaut 5 stig, HK 3 og ÍR og Fjölnir 2 stig hvort félag.

Einstaklingsverðlaun voru veitt, þar vakti mesta athygli að Haukur Þrastarson sem er aðeins 16 ára (fæddur 2001) var kosinn besti leikmaður mótsins.

Einstaklingsverðlaun:
Besti varnarmaður: Kristján Ottó Hjálmarsson HK
Besti sóknarmaður: Björgvin Hólmgeirsson ÍR
Besti markmaður: Óðinn Sigurðsson ÍR
Markahæsti leikmaður: Teitur Örn Einarsson Selfoss
Besti leikmaður mótsins: Haukur Þrastarson Selfoss

Nýjar fréttir