Á Hellu er nú búið að koma upp nýju útivistarsvæði nyrst í þorpinu á svæði sem í daglegu tali er talað um sem Nes eða réttara sagt Gunnarslund í Nesi. Sólrun Helga Guðmundsdóttir, formaður atvinnu- og menningarmálanefndar, opnaði svæðið fomlega. Á svæðinu er nú kominn upp 9 brauta frisbígolfvöllur, aparóla og púttvöllur, ásamt útigrill og bekkjum. Er það von Rangárþings ytra að svæðið eigi eftir að nýtast íbúum sem og gestum þess vel.