-1.6 C
Selfoss

Ný Kr. verlslun opnuð í Vík

Vinsælast

Ný og glæsileg Kr. verslun var opnuð í Vík í Mýr­dal í síð­ustu viku. Verslunin, sem tók við af Kjarvals-verslun sem þar var fyrir og er í eigu Festis, er í nýrri 3.800 m² verslanamiðstöð. Staf­irnir Kr. standa fyrir Krónan en verslunin er í raun smærri útgáfa af Krónu­verslun.

Í nýju Kr. versluninni í Vík er boð­ið upp á aukið vöru­úrval og um 2.000 vöruteg­undir eru á sama verði og í Krón­unni, þannig að um töluverða lækkun vöru­verðs er að ræða. Ferðamönnum hefur fjölg­að mikið í Vík undanfarið og náði verslunin sem fyrir var engan veginn að anna eftirspurn.

Til stendur að breyta Kjarvals­búðun­um í Þorlákshöfn, á Hellu, Hvols­velli og Kirkjubæj­ar­klaustri í Kr. verslanir á næstunni.

Kr. verslunin er í nýjum verslunarkjarna í Vík. Mynd: ÞNK.

Nýjar fréttir