3.4 C
Selfoss

Bæjarráð samþykkti að öll nauðsynleg námsgögn í Ölfusi verði greidd

Vinsælast

Sveitarfélagið Ölfus hefur ákveðið að grunnskólanemendur í sveitarfélaginu fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefst nú í haust. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi bæjarráðs þann 17. ágúst sl.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:

„Bæjarráð Ölfuss samþykkir að frá og með hausti 2017 fái grunnskólanemendur í Sveitarfélaginu Ölfusi öll nauðsynleg námsgögn án endurgjalds. Kostnaði vegna tillögunnar verði vísað til viðaukagerðar við fjárhagsáætlun ársins“.

Fram til þessa hefur grunnskólinn séð um öll innkaup á námsgögnum fyrir nemendur gegn hóflegu gjaldi. Er þetta liður í að gera Sveitarfélagið Ölfus að betri búsetukosti fyrir barnafjölskyldur.

Nýjar fréttir