-11.4 C
Selfoss
Home Fréttir Tveir lottóvinningar á Suðurlandi

Tveir lottóvinningar á Suðurlandi

0
Tveir lottóvinningar á Suðurlandi

Fjórir lottóspilarar voru með allar fimm tölur réttar í Lottóinu um helgina og skipta með sér 1. vinningi sem var rúmlega 80 milljónir króna. Hver vinningshafi hlaut rúmlega 20 milljónir króna í vinning. Tveir af þessum fjórum vinningshöfum komu af Suðurlandi.

Miðarnir voru keyptir á Shell í Hveragerði, Kjarval á Krikjubæjarklaustri, Olís Álfheimum og í Happahúsinu Kringlunni. Þrír miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver rúmlega 280 þúsund krónur en tveir miðanna voru keyptir á vefnum Lotto.is og var sá þriðji í áskrift.

Engin var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker. Sex miðahafar voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og hlaut hver 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á lotto.is, Samkaup – Strax á Búðardal, Kúlunni í Reykjavík, Fjarðarkaupum, söluskála Stefáns Jónssonar á Fáskrúðsfirði og einn var í áskrift.