Tvö ný söguskilti voru sett upp á bökkum Ölfusár í síðustu viku. Annað segir sögu tröllskessunnar Jóru en hitt er með gömlum myndum af Ölfusárbrú.
Jóruskiltið er unnið af Kvenfélagi Selfoss í samstarfi við Héraðsskjalasafnið. Brúarskiltið er unnið af sveitarfélaginu í samstarfi við Héraðsskjalasafnið.
Skiltin njóta sín vel í fögru umhverfi við Ölfusá.