3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Bókinni um Moniku vel tekið

Bókinni um Moniku vel tekið

0
Bókinni um Moniku vel tekið

Bókin Konan i dalnum og dæturnar sjö komst í annað sæti á metsölulista Eymundsson skömmu eftir að hún kom út og er greinilegt að þessi merka ævisaga á enn fullt erindi við þjóðina.

Bókin kom fyrst út árið 1954 en í henni segir Guðmundur G. Hagalín magnaða hetjusögu Moniku Helgadóttur sem var ekkja og einstæð móðir átta barna í skagfirskum afdal. Hún hafði á þessum tíma hlotið Fálkaorðu forseta Íslands fyrir dugnað sinn og þrautseigju.