Grímsævintýri verða haldin á Borg í Grímsnesi á morgun laugardaginn 12. ágúst. Hátíðin hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Þar syngur m.a. Karitas Harpa Davíðsdóttir og Einar einstaki verður með töfrabrögð. Leikfélagið verður með sýningu og Tralli trúður skemmtir börnunum. Einnig verður tombóla og handverks-, bóka- og matarmarkaður í íþróttahúsinu ásamt skátum og björgunarsveit. Boðið verður upp á kaffi og bakkelsi, blöðrur, andlitsmálningu, candy floss og margt fleira. Einnig verður frítt í sund.