1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Grímsævintýri á Borg á laugardag

Grímsævintýri á Borg á laugardag

0
Grímsævintýri á Borg á laugardag
Karitas Harpa Davíðsdóttir.

Grímsævintýri verða haldin á Borg í Grímsnesi á morgun laugar­daginn 12. ágúst. Hátíðin hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Þar syngur m.a. Karitas Harpa Davíðsdóttir og Einar einstaki verður með töfrabrögð. Leik­félagið verður með sýn­ingu og Tralli trúður skemmtir börnun­um. Einnig verður tom­bóla og handverks-, bóka- og matar­markaður í íþróttahúsinu ásamt skátum og björgunarsveit. Boð­ið verður upp á kaffi og bakk­elsi, blöðrur, andlitsmáln­ingu, candy floss og margt fleira. Einnig verður frítt í sund.