-7.1 C
Selfoss

Unglingalandsmót UMFÍ verður á Selfossi 2020

Vinsælast

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Egilsstöðum nú um verslunarmannahelgina og var fjöldi Sunnlendinga á mótinu. Keppendur frá HSK voru tæplega 150 talsins og um 30 frá USVS.

Fjölbreytt dagskrá var í boði í fjöldi íþróttagreina þar sem börn og unglingar á aldrinum 11-18 ára öttu kappi. Einnig var boðið upp á fjölbreytta afþreyingar­dagskrá fyrir alla fjöl­skylduna.

Mótið tókst mjög vel á allan hátt. Keppendur og mótsgestir voru til fyrirmyndar, frábær stemn­­ing var hjá öllum fjölskyld­um á tjaldstæðum og iðaði bær­inn af lífi alla mótahelgina.

Næsta Unglingalandsmót UMFÍ verð­ur haldið í Þorláks­höfn 2018 og árið 2019 verður það hald­ið á Höfn í Hornafirði. Á setn­ingarathöfn mótsins tilkynnti Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, að árið 2020 verði mótið haldið á Selfossi og er það mikið fagnaðarefni fyrir Sunnlendinga.

Nýjar fréttir