3.9 C
Selfoss

Þorgrímur Óli hættir eftir 40 ára starf

Vinsælast

Í byrjun ágúst urðu ákveð­in tímamót hjá lögreglunni á Suðurlandi, en þá lét Þorgrím­ur Óli Sigurðsson aðstoðaryfir­lög­reglu­þjónn af störfum.

Þorgrímur Óli hefur starfað hjá lögreglunni í Árnessýslu (nú á Suðurlandi) frá 1982 í föstu starfi. Hann var hér­aðs­lög­reglu­maður í 5 ár áður, þannig að starfstími hans spann­ar um 40 ár og að mestu leyti við rannsóknir sakamála

Á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir: „Þorgrímur Óli hefur verið farsæll í starfi og vinsæll meðal starfsfélaga og jafnvel viðskiptavina lögreglunnar. Það er því með söknuði sem við kveðjum þennan höfðingja úr starfi lögreglumanns, en vonum að hann verði duglegur að líta inn á lögreglustöðvarnar með sinn góða húmor og léttu lund. Við óskum honum jafnframt velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur nú þegar starfstímanum innan lögreglunnar lýkur. Sagan segir víst að það sé jú líf eftir lögguna.“

Nýjar fréttir