Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) hefur unnið að íþróttum og leikjum fyrir eldri borgara í marga ártugi. Haldin hafa verið fjölmörg námskeið fyrir leiðbeinendur í Reykjavík og á Laugarvatni. Félagið hefur verið með kynningar á léttum æfingum og leikjum á 50 stöðum á landinu.
Leiðbeinendanámskeið 14. ágúst
Að þessu sinni verður haldið námskeið fyrir leiðbeinendur eldri borgara og áhugafólk um hreyfingu í Iðu, íþróttahúsi Fjölbrautarskóla Suðurlands og Sundhöllinni á Selfossi, 14. ágúst nk. frá kl 10:00. til 16:00. Á dagskrá verða leikfimi og dans fyrir sitjandi og standandi, skyndihjálp, ringó, boccia, sund og sundleikfimi.
Skráning og upplýsingar eru hjá neðatöldum stjórnarmönnum og skal lokið fyrir 4. ágúst. Þórey S. Guðmundsdóttir thoreysg@hi.is / sími 694 4216 og Kolfinna Sigurvinsdóttir kolfinnasig@gmail.com / sími 893 8949.