3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Unnur Malín í Sólheimakirkju

Unnur Malín í Sólheimakirkju

0
Unnur Malín í Sólheimakirkju
Unnur Malín.

Laugardaginn 29. júlí klukkan 14:00 verður Unnur Malín Sigurðardóttir í Sólheimakirkju með skipulagt kaós sem mætir kaótísku skipulagi sem leiðir gesti í ferðalag um lendur huga og hjarta.

Seinni partinn eða klukkan 16 verður Ágúst Backman, áhugamaður um moltugerð, með kynning á ormamoltu við Grænu Könnuna. Síðan eru sýningarnar „Hvað hef ég gert!“ í Sesseljuhúsi og samsýning vinnustofa í Ingustofu. Verslun og kaffihús verða opin og því um að gera að koma og njóta Menningarveislu Sólheima.