-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Höskuldur nýr umhverfisfulltrúi í Hveragerði

Höskuldur nýr umhverfisfulltrúi í Hveragerði

0
Höskuldur nýr umhverfisfulltrúi í Hveragerði
Höskuldur Þorbjarnarson, nýr uymhverfisfulltrúi í Hveragerði. Mynd: Hveragerði.

Höskuldur Þorbjarnarson hefur verið ráðinn nýr umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar og hóf hann störf í maímánuði.

Höskuldur er með B.Sc í landfræði og meistaragráðu í landfræði með áherslu á jarðvegsvísindi. Höskuldur hefur í 14 ár, fyrir nám og meðfram námi, unnið hjá vinnuvélaleigunni Kambi ehf. við alhliða og fjölbreytt störf að jarðvegsvinnu og umhverfisverkefnum. Hefur hann í þeirri vinnu kynnst vel fjölbreyttum verkefnum bæjarfélaga svo sem snjómokstri, lagningu göngustíga, ýmis konar lagnavinnu auk þess að hafa sinnt viðhaldi véla. Höskuldur er með öll ökuréttindi, vinnuvélaréttindi á fjölda vinnuvéla og ýmis önnur námskeið að baki