2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Vikan tileinkuð Vivaldi og Purcell

Vikan tileinkuð Vivaldi og Purcell

0
Vikan tileinkuð Vivaldi og Purcell
Peter Spissky er konsertmeistari hinnar heimsþekktu barokkhljómsveitar Concerto Copenhagen.

Nú stendur yfir þriðja vika Sumartónleika í Skálholti og er hún tileinkuð tónsnillingunum Vivaldi og Purcell. Tónleikahaldið hefst á fimmtudagskvöldið 27. júlí klukkan 20, en þá verður flutt efnisskráin Veni, Vidi, Vivaldi þar sem Hallveig Rúnarsdóttir syngur aríur og kantötur með barokkhlópunum Camerata Öresund og Höör Barock, sem koma frá Danmörku og Svíþjóð til að leika á Sumartónleikunum. Einnig flytja hljóðfæraleikararnir verkið Árstíðirnar eftir Vivaldi.

Aðrir tónleikar vikunnar Purcell í norrænu ljósi verða haldnir á laugardaginn 29. júlí klukkan 14 og þá bætist sönghópurinn Cantoque í hóp flytjenda. Meðal annars verður þá fluttur óðurinn Welcome to all pleasures og valin atriði úr óperunum Álfadrottningunni og Dido og Aeneas eftir Henry Purcell. Klukkan 16 sama dag verður svo Vivaldi efnisskráin frá fimmtudeginum endurtekin og á lokatónleikum helgarinnar á sunnudag, þann 30. júlí klukkan 14 munu verk Purcells hljóma aftur.

Tónleikar vikunnar eru hluti af stærra norrænu samstarfsverkefni og verða efnisskrárnar einnig fluttar í Danmörk og Svíðþjóð á næstunni.