-1.1 C
Selfoss

Nýr samningur um sorphirðu í Árborg

Vinsælast

Fyrir skömmu var skrifað undir nýjan samning um sorphirðu í Sveitarfélaginu Árborg. Samið var við Íslenska gámafélagið ehf. sem var lægstbjóðandi í útboði sem fram fór síðastliðið vor.

Með nýja samningnum verður breyting á sorphirðu hvað varðar flokkun sorps og tíðni losunar á bláu tunnunni. Framvegis verður heimilt að setja pappír, pappa, plast og málma í bláu tunnuna og verður hún losuð á þriggja vikna fresti.

Sveitarfélagið Árborg hvetur íbúa til að flokka sorp og minnir á að sérstök kynning fer fram í ágúst, þar sem starfsmenn Íslenska gámafélagsins munu ganga í hús og kynna verkefnið enn frekar og svara spurningum íbúa.

Nýjar fréttir