-1.6 C
Selfoss

Strandblakmót í Hveragerði um helgina

Vinsælast

Helgina 28.–30. júlí mun blakdeild Hamars halda Stigamót 4 í strandblaki í Hveragerði. Skráð eru 31 lið í þremur kvennadeildum og tveimur karladeildum. Spilað verður frá kl. 17 á föstudegi til kl. 17 á sunnudegi. Búist er við spennandi keppni og blíðskaparveðri svo keppendur og áhorfendur ættu að njóta sín vel. Strandblak nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi og fjölgar iðkendum jafnt og þétt.

Léttar veitingar verða til sölu til styrktar starfinu. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nýjar fréttir