2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Tveir Selfyssingar á Ólympíuhátíð æskunnar

Tveir Selfyssingar á Ólympíuhátíð æskunnar

0
Tveir Selfyssingar á Ólympíuhátíð æskunnar
Félagarnir Marin Bjarni Guðmundsson og Haukur Þrastarson frá Selfossi. Mynd: OB.

Félagarnir Martin Bjarni Guð­mundsson og Haukur Þrastar­son hafa saman sótt fótbolta­mót­in með liðum Selfoss frá árinu 2007. Núna 10 árum síðar fara þeir enn á ný saman, en nú á Ólympíuhátíð evrópuæsk­unnar í Györ í Ung­verjalandi en í sitthvorri grein­inni. Haukur keppir með drengjalands­liðinu í hand­bolta og Martin Bjarni með lands­liðinu í fim­leikum.

Ísland sendir að þessu sinni 34 keppendur í sex íþróttagrein­um, í fimleikum, frjálsum, hand­bolta drengja, júdó, sundi og tennis. Hópurinn hélt utan laugar­daginn 21. júlí. Leikarnir voru settir í gær sunnu­daginn 23. júlí og standa til 30. júlí.